Eygló í þýsku úrvalsdeildina í lyftingum

Eygló Fanndal Sturludóttir.
Eygló Fanndal Sturludóttir. Ljósmynd/All Things Gym

Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir mun keppa í þýsku deildinni í ólympískum lyftingum. 

Eygló er 12. besta lyftingakona í heimi í sínum flokki í ólymp­ísk­um lyft­ing­um, -71kg, og rétt missti af sæti á Ólympíuleikunum en 10 bestu komast inn.

Tilkynnt var á dögunum að hún væri að fara í þýsku úrvalsdeildina í lyftingum og keppir með liðinu Obrigheimer Gewichtheber. Hún er þó ekki að flytja til Þýskalands.

Eygló er 22 ára nemi í læknisfræði og æfði lengi fimleika með Gerplu áður en hún skipti yfir í lyftingar þar sem hún hefur skarað fram úr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert