Hamarsmenn í Evrópukeppni

Hamarsmenn verða í Evrópukeppni á næsta tímabili.
Hamarsmenn verða í Evrópukeppni á næsta tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslands- og bikarmeistarar Hamars í blaki karla verða með í Evrópukeppni á næsta tímabili. 

Evrópukeppnin er útsláttarkeppni þar sem leikið er heima og að heiman. Hún er þriðja stærsta keppni Evrópu á eftir Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Hamarsmenn drógust gegn VC Limax Linne, silfurlið hollenskur deildarinnar. 

Leikirnir gegn hollenska liðinu munu fara fram á bilinu 8. til 17. október en nánari upplýsingar um það skýrast síðar, eða svo kemur fram í yfirlýsingu Hamars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert