Í fyrsta sinn í 13 ár

Íslandsmeistararnir Ragnhildur Kristinsdóttir og Logi Sigurðsson.
Íslandsmeistararnir Ragnhildur Kristinsdóttir og Logi Sigurðsson. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslandsmótið í golfi er hafið í 83. sinn á Hólmsvelli í Leiru. Metfjöldi kvenna tekur þátt á mótinu í ár en 57 konur verða meðal keppenda. Þá verða 96 karlar og því alls 153 keppendur. Mótið fer fram næstu fjóra daga en því lýkur á sunnudaginn.

Mótið er haldið á Hólmsvelli í Leiru og er þetta í 21. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitla hjá Golfklúbbi Suðurnesja, en klúbburinn fagnar 60 ára afmæli á þessu ári.

Íslandsmeistararnir frá því í fyrra, Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, eru bæði með á mótinu í ár.

Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss var fyrstur til að slá af teig í dag, klukkan 7.30.

Þrettán ár á milli

Íslandsmótið í golfi fór síðast fram á Hólmsvelli fyrir 13 árum eða árið 2011. Þá unnu Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, bæði úr Golfklúbbi Reykjavíkur, mótið.

21 leikmaður er á mótinu sem lék einnig á Hólmsvelli fyrir 13 árum. Einar Long úr GR er einn þeirra en hann var 53 ára þegar mótið fór fram fyrir þrettán árum og er nú 66 ára og næstelsti keppandi mótsins.

Fram til ársins 1986 fór Íslandsmótið fram með ýmsum hætti á Hólmsvellinum. Árið 1970 fóru lokadagarnir fram á Hólmsvelli en fyrri hlutinn á Hvaleyrarvelli. Árið 1978 vann Hannes Eyvindsson í fyrsta sinn, þá 21 árs. Hann er elsti keppandi mótsins í ár, 67 ára gamall.

Greinin í heild sinn er í Morgunblaði dagsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert