Býður sig fram fyrstur Íslendinga

Anton Sveinn Mckee.
Anton Sveinn Mckee. mbl.is/Eyþór

Sundkappinn Anton Sveinn McKee er fyrsti Íslendingurinn til að bjóða sig fram til Íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC.

Anton Sveinn er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika í París síðar í þessum mánuði. 

Hann nýtur fulls stuðnings frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. 

Í yfirlýsingu frá ÍSÍ kemur fram:

Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 202

Anton Sveinn McKee hefur verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert