Fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum vegna reykinga

Shoko Miyata.
Shoko Miyata. AFP/Kenzo Tribouillard

 Japanska fimleikakonan Shoko Miyata var send heim fyrir að brjóta reglur japanska fimleikasambandsins og mun ekki taka þátt á Ólympíuleikunum í París.

Miyata er 19 ára gömul og var fyrirliði japanska landsliðsins í áhaldafimleikum en var send heim fyrir að reykja.

Miyata vann bronsverðlaun á HM 2022 í Liverpool og var fyrirliði japanska liðsins en í því eru ungar fimleikakonur sem eru allar að fara í fyrsta sinn á Ólympíuleikana.

Japan hefur ekki verið á verðlaunapalli í liðakeppninni síðan í Tókíó 1964.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert