Sló aldursflokkametið á EM

Íslensku keppendurnir á EM.
Íslensku keppendurnir á EM. Ljósmynd/FRÍ

Ísold Sævarsdóttir úr FH bætti í dag aldursflokkamet 16-17 ára í sjöþraut á EM U18 í Bystrica í Slóvakíu.

Íshold hafnaði í fimmta sæti og fékk 5.643 stig. Hún bætti einnig aldursflokkamet í 100 metra grindahlaupi í keppninni er hún hljóp vegalengdina á 14,22 sekúndum.  

Fyrra aldursflokkametið í sjöþrautinni átti Helga Margrét Þorsteinsdóttir frá árinu 2008.

Birna Jóna Sverrisdóttir úr ÍR varð í 21. sæti í sleggjukasti en hún kastaði lengst 56,70 metra.

Liðsfélagi hennar Eir Chang Hlésdóttir varð í 17. sæti í 400 metra hlaupi er hún hljóp á 56,75 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert