16 keppendur frá Norður-Kóreu

Norður-Kórea sendir 16 keppendur.
Norður-Kórea sendir 16 keppendur. AFP/Dimitar Dilkoff

Íþróttafólk Norður-Kóreu er lagt af stað til Parísar fyrir Ólympíuleikana sem hefjast síðar í mánuðinum. 

Alls munu 16 keppendur frá Norður-Kóreu taka þátt á leikunum. 

Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap munu þeir meðal annars keppa í boxi og borðtennis. 

Íþróttafólk Norður-Kóreu var ekki á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 vegna hræðslu við Covid-19.

Þá unnu Norður-Kóreumenn tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert