Blikar héldu út gegn Stjörnunni

Stjarnan og Breiðablik eigast við.
Stjarnan og Breiðablik eigast við. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik vann Stjörnuna 1:0 eftir hörku leik í Bestu deild kvenna í fótbolta í Garðabæ í dag.

Breiðablik er á toppi deildarinnar með 36 stig og Stjarnan með 13 í 7. sæti.

Breiðablik var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og fékk fjölmörg færi en náðu ekki að koma boltanum í netið.

Katrín Ásbjörnsdóttir átti flott skot á 18. mínútu eftir klúður í vörn Stjörnunnar, Blikar unnu boltann í kringum vítateig Stjörnunnar, Katrín fékk boltann úti og fór í skot en það fór rétt yfir.

 Á 27. mínútu átti Barbára Sól Gísladóttir svo ágætis skot þegar hún fékk boltann og var með pláss hægra megin í teignum eftir flott spil hjá Breiðablik en skotið endaði í þverslánni.

Blikar voru að skapa mikla hættur og voru að leika sér með boltann rétt fyrir utan vítateig Stjörnunnar en það gekk illa að hitta á markið. 

Andrea Mist Pálsdóttir fékk líklegast hættulegasta færi Stjörnunnar í fyrri hálfleik þegar hún tók fast skot nokkrum metrum fyrir utan vítateig en það fór yfir.

Stjarnan kom mjög vel inn í seinni hálfleik mjög vel og fengu nokkur góð færi strax í byrjun og fengu hættulegt færi eftir tíu mínútur þegar Telma Ívarsdóttir varði vel skot frá Esther Rós Arnarsdóttir.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir átti svo skot í stöngina á 61. mínútu þegar hún lék á varnarmann og tók fast skot niðri í nærhornið.

 Hulda Hrund Arnarsdóttir bjargaði á línu þegar Andrea Rut Bjarnadóttir komst í hættulegt færi, gegn gangi leiksins, á 67. Mínútu, Andrea skaut framhjá Erin en Hulda var mætt á línuna og kom boltanum í burtu.

Á 79. mínútu kom Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir Breiðablik, 1:0, yfir eftir frábæra sendingu frá Írenu Héðinsdóttur Gonzalez, Hrafnhildur komst ein á móti Erin og setti boltann í netið.

Stjarnan var nálægt því að jafna strax en tveir leikmenn misstu af frábærri fyrirgjöf.

Á 84. mínútu setti Hrefna Jónsdóttir boltann í netið en það var dæmt brot, það var erfitt að sjá á hvað dómarinn var að dæma og leikmenn Stjörnunnar voru mjög ósáttir.

Stjarnan vildi svo fá víti stuttu síðar þegar Hrefna og Elín Helena lenti í samstuði en fengu það ekki og Blikar héldu út.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

HK 1:1 Vestri opna
90. mín. Elvar Baldvinsson (Vestri) fær gult spjald +3.
Þróttur R. 2:1 FH opna
90. mín. Leik lokið Risastór þrjú stig fyrir Þrótt í fallbaráttunni.
KA 1:0 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið Öflugur sigur hjá KA og liðið fer upp um eitt sæti. Liðið er nú stigi frá Fram, sem er í sjötta sætinu.
Valur 1:1 Keflavík opna
90. mín. Leik lokið Valskonur vinna dramatískan sigur og jafna Breiðablik að stigum!

Leiklýsing

Stjarnan 0:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert