Fyrrverandi ólympíumeistari hraunaði yfir Biles

Simone Biles er gríðarlega sigursæl.
Simone Biles er gríðarlega sigursæl. AFP/Emmanuel Dunand

Hin rússneska Svetlana Zjurova, sem vann gull í skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó árið 2006, fór ófögrum orðum um Simone Biles, eina bestu fimleikakonu allra tíma, í samtali við RIA Novosti í heimalandinu.

Biles hefur glímt við ofvirkni og athyglisbrest frá unga aldri. Hún dró sig síðan úr keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum vegna andlegra veikinda. Zjurova hefur litla samúð með Biles.

„Hún notar rítalín og ef aðrir íþróttamenn nota örlítið af því efni fara þeir í bann. Hún ræður greinilega ekki við lífið án þess að fá pillur,“ sagði Zjurova og hélt áfram:

„Það er ekki ásættanlegt að hún fái að nota þessi lyf en aðrir ekki. Þetta er mjög ósanngjarnt og ef hún er í alvöru að glíma við andleg veikindi ætti hún ekki að fá að keppa,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert