Fyrsti sigur Ástralans í Formúlu 1

Oscar PIastri kom fyrstur í mark í dag.
Oscar PIastri kom fyrstur í mark í dag. AFP/Martin Divisek

Ástralinn Oscar Piastri vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 er hann kom fyrstur í mark í Ungverjalandskappakstrinum í dag.

Keppnin reyndist afar góð fyrir McLaren því liðsfélagi hans Lando Norris varð annar. Norris var með forskot þegar lítið var eftir en hann hleypti Piastri fram úr sér undir lokin.

Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji, Charles Leclerc fjórði og ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen endaði í fimmta sæti.

Verstappen var nálægt því að taka fram úr Hamilton þegar skammt var eftir en í stað þess lentu þeir í árekstri og Verstappen missti Leclerc fram úr sér.

Verstappen er með 255 stig í keppni ökuþóra og Norris í öðru sæti með 171 stig. Þar á eftir kemur Leclerc með 150 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert