Dregur sig úr keppni: Myndskeið sýnir „dómgreindarleysi“

Dujardin er þrefaldur ólympíumeistari í hestagreinum.
Dujardin er þrefaldur ólympíumeistari í hestagreinum. AFP/Behrouz Mehri

Breski knapinn Charlotte Dujardin hefur dregið sig úr keppni á Ólympíuleikunum í París eftir að myndskeið leit dagsins ljós sem sýnir „dómgreindarleysi“ hennar er hún var að þjálfa. 

Dujardin er þrefaldur ólympíumeistari í hestagreinum. Í yfirlýsingu sagðist hún hafa dregið sig úr öllum keppnum á meðan Alþjóðasamband hestaíþrótta (FEI) rannsakar atvikið. 

Óljóst er nákvæmlega hvað myndskeiðið sýndi en í yfirlýsingunni sagði að það væri fjögurra ára gamalt. 

Dujardin á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Dujardin á Ólympíuleikunum í Tókýó. AFP/Behrouz Mehri

Miður sín

„Fjögurra ára gamalt myndskeið hefur litið dagsins ljós sem sýnir mig gera mistök á meðan ég var að þjálfa,“ sagði í yfirlýsingu Dujardin.

„Það sem gerðist var algjörlega ólíkt sjálfri mér og endurspeglar ekki hvernig ég æfi hestana mína eða þjálfa nemendur mína, þrátt fyrir það er engin afsökun. Ég skammast mín mjög og hefði átt að sýna betra fordæmi.“

Í yfirlýsingunni sagðist hún vera miður sín og að hún ynni með FEI við rannsókn málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert