Murray hættir eftir Ólympíuleikana

Andy Murray.
Andy Murray. AFP/Al Bello

Skoski tenn­ismaður­inn Andy Murray hættir í tennis eftir Ólympíuleikana í París í sumar.

Murray er tvöfaldur Ólympíumeistari og tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum X í dag en Ólympíuleikarnir í sumar verða hans fimmtu leikar.

Hann tók fyrst þátt á leikunum árið 2008 í Beijing, vann úrslitalekinn gegn Roger Federer í London árið 2012, vann Juan Martin del Potro í úrslitaleiknum í Ríó árið 2016 og spilaði tvíliðaleik með Joe Salisbury í Tókýó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert