Skoski tennismaðurinn Andy Murray hættir í tennis eftir Ólympíuleikana í París í sumar.
Murray er tvöfaldur Ólympíumeistari og tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum X í dag en Ólympíuleikarnir í sumar verða hans fimmtu leikar.
Arrived in Paris for my last ever tennis tournament @Olympics
— Andy Murray (@andy_murray) July 23, 2024
Competing for 🇬🇧 have been by far the most memorable weeks of my career and I’m extremely proud to get do it one final time! pic.twitter.com/keqnpvSEE1
Hann tók fyrst þátt á leikunum árið 2008 í Beijing, vann úrslitalekinn gegn Roger Federer í London árið 2012, vann Juan Martin del Potro í úrslitaleiknum í Ríó árið 2016 og spilaði tvíliðaleik með Joe Salisbury í Tókýó.