Snoop Dogg mun bera Ólympíukyndilinn

Snoop Dogg.
Snoop Dogg. AFP/Frederic J. Brown

Bandaríski rapparinn Snoop Dogg á meðal þeirra síðustu sem bera Ólympíukyndilinn áður en leikarnir verða settir á föstudaginn.

 Ólympíukyndillinn kom til Frakkland í byrjun maí og hefur verið á ferð um landið. Eldurinn er kominn til Parísar og Snoop Dogg mun hlaupa með hann um Saint-Denis hverfið sem er rétt hjá Stade de France leikvangnum.

Nikola Karabatic sem er talinn einn besti handboltamaður í heimi, Charles Leclerc ökumaður í Formúlu 1 og Arsene Wenger fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal voru á meðal þeirra sem báru eldinn.

Franski handboltamaðurinn Nikola Karabatic.
Franski handboltamaðurinn Nikola Karabatic. AFP/Julien de Rosa

 Snoop Dogg er fæddur í Los Angeles en þar verða Ólympíuleikarnir árið 2028.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert