Verstappen tekur út refsingu í Belgíu

Max Verstappen.
Max Verstappen. AFP/Attila Kisbenedek

Hollenski ökumaðurinn Max Verstappen tekur út refsingu og byrjar tíu sætum aftar en hann lendir í  tímatökunni í Formúlu 1 kappakstrinum í Belgíu næstkomandi sunnudag.

Verstappen keyrir fyrir Red Bull og er í fyrsta sæti í keppni ökumanna, 76 stigum á undan Lando Norris sem keppir fyrir McLaren, og Red Bull leiðir í liðakeppninni með 389 stig en McLaren er í öðru sæti með 338 stig.

Þetta er þriðja árið í röð sem hann tekur út refsingu á Spa-Francorchamps brautinni í Belgíu en hann vann keppnina þar þrátt fyrir að byrja fjórtándi árið 2022. Í fyrra byrjaði hann í sjötta sæti og vann einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert