Guðni lét sig ekki vanta í Kerlingafjöll

Guðni er þaulvanur hlaupari.
Guðni er þaulvanur hlaupari. Ljósmynd/Aðsend

Hlaupið Kerlingafjöll Ultra fór fram í fyrsta skipti í gær. Hægt var að keppa í þrem vegalengdum: 12 kílómetra, 22 kílómetra og 63 kílómetra. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal þátttakenda og hljóp hann 22 kílómetra. Guðni ræsti þann flokk og flutti í leiðinni sitt síðasta formlega ávarp í embætti, að því er segir í tilkynningu. 

Kerlingafjöll-Highland Base, sem eru í eigu Bláa lónsins hf., sjá um hlaupið í samstarfi við Útihreyfingu.

Hlauparar gátu notið náttúrunnar í átökunum.
Hlauparar gátu notið náttúrunnar í átökunum. Ljósmynd/Aðsend

Sigurvegarar hlaupsins

Sigurjón Ernir Sturluson bar sigur úr bítum í karlaflokki, af þeim sem fóru 63 kílómetra, og kom hann í mark á tímanum 05:44:05. Í kvennaflokki var það Hildur Aðalsteinsdóttir sem fór með sigur á tímanum 07:11:24. 

Í 22 kílómetra vegalengdinni var það Grétar Örn Guðmundsson sem sigraði karlaflokkinn á tímanum 02:10:25 og Guðfinna Kristín Björnsdóttir sem sigraði í kvennaflokk á tímanum 02:36:39. 

Í 12 kílómetrum voru það Sigurður Karlsson og Sonja Sig Jóhannsdóttir sem sigruðu karla- og kvennaflokk, á tímunum 01:02:11 og 01:16:53. 

Komin til að vera

Haft er eftir Helgu Maríu Heiðarsdóttur, framkvæmdastjóra Útihreyfingar og hlaupsins Kerlingafjöll Ultra, að mikil áskorun sé að halda hlaupaviðburði á þessari stærðargráðu á hálendi Íslands, meðal annars vegna þess að bera þurfi vatn og vistir fyrir þátttakendur að afskekktum drykkjarstöðvum til þess að aðföng væru næg og vel staðsett á leiðunum. 

Hlaupaleiðirnar voru skipulagðar í samstarfi við Umhverfisstofnun og lágu allar um merktar gönguslóða, en leiðirnar lágu um 320 ára gamla líparíteldstöð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert