Frakkland fer í undanúrslit

Franska liðið að fagna í leikslok.
Franska liðið að fagna í leikslok. AFP/Thomas Coex

Frakkland er komið áfram í undanúrslit eftir 26:23, sigur á Þýskalandi í átta liða úrslitum í dag í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í París.

Frakkland byrjaði vel og var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10, Þýskaland náði að jafna í 15:15 en komst aldrei yfir og Frakkland vann sterkan sigur.

Danmörk sigraði Holland í morgun, 29:25, en Ungverjaland og Svíþjóð mætast kl. 15:30 og Noregur og Brasilía mætast kl. 19:30.

Tamara Horacek var markahæst fyrir Frakkland með sjö mörk út níu skotum og þar á eftir voru þær Laura Flippes og Estelle Nze Minko með fjögur mörk hvor. Laura Glauser var með 36% markvörslu.

Emily Boelk skoraði sjö mörk úr 14 skotum og var markahæst fyrir Þýskaland en þar á eftir var Xenia Smits með fjögur mörk og aðrar minna. Katharina Filter var með 26% markvörslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert