Ólympíumeistarinn dregur sig úr keppni

Novak Djokovic eftir úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í París.
Novak Djokovic eftir úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í París. AFP/Carl de Souza

Novak Djokovic, ólympíumeistarinn í einliðaleik í tennis, tekur ekki þátt á Opna tennismótinu í Cincinnati í næstu viku.

Djokovic er ríkjandi meistari mótsins en tekur ekki þátt í ár en hann er nýkominn af Ólympíuleikunum í París þar sem hann hafði betur gegn Carlos Alcaraz í úrslitaleiknum.

Í úrslitaleiknum á Opna Cincinnati-mótinu á síðasta ári mættust Djokovic og Alcaraz einnig en þar hafði Djokovic betur, 5:7, 7:6, 7:6, í leik sem stóð yfir í þrjá tíma og 49 mínútur.


Giovanni Mpetshi Perricard sem er númer 48 á heimslistanum kemur í hans stað á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert