Íþróttir fara aldrei í frí

Ólympíuleikunum lauk formlega á sunnudag.
Ólympíuleikunum lauk formlega á sunnudag. AFP/Oli Scarff

Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að sjá einhvern íþróttaviðburð.

Síðustu tvær vikur hefur allt snúist um Ólympíuleikana í París. Þar sýndi besta íþróttafólk heimsins listir sínar og áttum við Íslendingar nokkra fulltrúa. Ólympíuleikarnir heppnuðust vel og geta Parísarbúar verið ánægðir með sitt framlag.

Fyrr í sumar snerist allt um Evrópumót karla í knattspyrnu. Fréttatími RÚV færðist frá klukkan sjö til klukkan níu í kringum tvo mánuði vegna EM og Ólympíuleikanna, sem er hálf magnað.

Á meðan hefur Íslandsmótið í knattspyrnu verið í fullum gangi og þar er spenna í öllum deildum, bæði karla- og kvennamegin. Bestu deildirnar hafa ekki verið svona spennandi í nokkur ár og getur enn allt gerst.

Svo fer enski boltinn af stað næsta föstudagskvöld. Hann er einstaklega vinsæll á Íslandi og er spennan alltaf mikil. Stuðningsmenn enskra liða telja niður dagana og verður fyrsta helgin svakaleg.

Það er heldur ekki langt í Íslandsmótin í handbolta og körfubolta, sem hægt og rólega taka við af fótboltanum. Þá er frjálsíþrótta- og fimleikafólk okkar alltaf að keppa og nóg um að vera þar.

Bakvörð Jökuls má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert