Þriðji fljótasti frá upphafi

Kristófer Þorgrímsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Kristófer Þorgrímsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson. mbl.is/Óttar Geirsson

Kristófer Þorgrímsson, spretthlaupari úr FH, keppti í gær sem gestur á Héraðsmóti HSK í 200 metra hlaupi. Kristófer, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í greininni, kom í mark á 21,29 sekúndum og bætti þar með sinn besta tíma um tæplega þriðjung úr sekúndu.

Með þessum árangri er Kristófer orðinn þriðji fljótasti 200 metra hlaupari Íslands frá upphafi. Einungis fyrrum Íslandsmethafinn í greininni, Jón Arnar Magnússon, og núverandi Íslandsmethafi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH, hafa náð betri tímum.

Fram undan hjá Kristófer er bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands sem fer fram á Kópavogsvelli laugardaginn 17. ágúst og Kaupmannahafnar leikarnir þann 3. september, þar sem hann mun keppa í 100 metra hlaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert