Beint af Ólympíuleikunum á Kópavogsvöll

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í bikarkeppni FRÍ á morgun.
Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í bikarkeppni FRÍ á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bikarkeppni FRÍ verður haldin í 57. skipti á Kópavogsvelli á morgun. 

Á síðastliðnu FRÍ þingi var samþykkt að keppt yrði í fleiri tæknigreinum og því er bikarkeppni fullorðinna töluvert stærri í ár. 

Átta karlalið og sjö kvennalið eru skráð til leiks en keppnin hefst klukkan 10 og henni lýkur um 16. 

Í karlaflokki keppa Ármann, Breiðablik, FH A, FH B, Fjölnir x UMSS, HSK/Selfoss, ÍR og UFA. 

Í kvennaflokki keppa Breiðablik, FH A, FH B, Fjölnir x UMSS, HSK/Selfoss og UFA. 

Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir verður með á mótinu en hún keppir klukkan 10 í kúluvarpi. 

Þá er fleira að fremsta íþróttafólki Íslands með í bikarkeppninni. Hilmar Örn Jónsson, Guðni Valur Guðnason, Dagbjartur Daði Jónsson, Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir eru með ásamt öðrum. 

Þá fer bikarkeppni 15 ára og yngri einnig fram á laugardaginn á Kópavogsvelli. Þar keppa sömu lið. 

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu FRÍ. Þá má nálgast tímaseðil og keppendalista hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert