RayGun: Hættið að áreita fjölskyldu mína

Rachel Gunn, RayGun, biðlar til fjölmiðla.
Rachel Gunn, RayGun, biðlar til fjölmiðla. AFP/Odd Andersen

Ástralski breikdansarinn Rachel Gunn, eða RayGun, biðlar til fjölmiðla að láta sig og sína í friði. 

RayGun fékk mikla athygli fyrir uppátæki hennar á Ólympíuleikunum þegar að keppt var í breikdansi. 

Hún náði engum árangri á leikunum en óvenjulegur dans hennar sló í gegn. 

Athyglin sem RayGun hefur fengið hefur ekki öll verið jákvæð en margir eru mjög ósáttir við hana og vilja meina að hún hafi gert grín að breikdansi. 

Látið fólkið mitt í friði

RayGun gaf frá sér myndskeið þar sem hún biðlaði meðal annars til fjölmiðla að hætta að áreita fólkið sitt. 

„Hættið að áreita fólkið mitt, ástralska breiksambandið og allt götudanssamfélagið í heild sinni. 

Ég bið um að þið látið þau í friði og virðið einkalíf þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert