Frábær árangur Elínar í Nýja-Sjálandi

Skíðakonan Elín Elmarsdóttir van Pelt.
Skíðakonan Elín Elmarsdóttir van Pelt. Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson

Skíðakonan Elín Elmarsdóttir van Pelt náði frábærum árangri á nýsjálenska meistaramótinu.

Elín, sem er 19 ára gömul, hafnaði í áttunda sæti í stórsvigi og var aðeins rúmum fimm sekúndum á eftir Alice Robinson, sem er sjöunda á heimslistanum. 

Robinson vann mótið á tímanum 1:43,82 mínútur en önnur var Janine Maechler frá Sviss. Þriðja í mark varð síðan Nýsjálendingurinn Piera Hudson. 

Elín kom í mark á tímanum 1:49,26 mínútur. Hún er úr skíðadeild Víkings og er í B-landsliði Íslands. 

Íslendingurinn verður við æfingar í Nýja-Sjálandi út mánuðinn og mun keppa í Álfukeppninni í lok mánaðar. 

Elín verður síðan búsett erlendis í vetur en þá mun hún keppa með erlendu liði sem samanstendur af fólki frá Íslandi, Austurríki og Sviss. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert