Hætti að vinna og sá bætingar

Ingeborg Eide Garðarsdóttir.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir úr Ármanni fer á sína fyrstu Paralympics-leika þegar hún keppir í kúluvarpi í F37, flokki hreyfihamlaðra, á leikunum í París. Þeir verða settir 28. ágúst og keppir Ingeborg þremur dögum síðar, 31. ágúst.

„Ég er rosalega spennt og þakklát fyrir að fá að fara á leikana,“ sagði hin 28 ára gamla Ingeborg í samtali við Morgunblaðið er íslenski hópurinn sem fer til Parísar var kynntur í Toyota í Kauptúni í síðustu viku.

Hópurinn samanstendur af fimm keppendum. Ingeborg sker sig nokkuð úr þar sem hún er sú eina sem keppir í frjálsíþróttagrein en ekki sundi og sömuleiðis er Ingeborg sú eina sem tekur þátt á sínum fyrstu Paralympics-leikum í ár.

Sundkonurnar Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir eru á leið á sína þriðju Paralympics og sundmennirnir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson á sína aðra.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert