Van Basten segir nýjan stjóra Liverpool vita sínu viti

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool.
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Peter Powell

Arne Slot fær ærið verkefni að feta í fótspor Jürgens Klopps sem knattspyrnusjtóri hjá Liverpool, en þeir sem til þekkja efast ekki um færni hans og hæfileika. Einn þeirra er hollenska knattspyrnugoðsögnin Marco van Basten sem segir Slot vita sínu viti. 

„Við höfum spjallað nokkrum sinnum saman og hann er að gera mjög góða hluti,“ sagði gamli miðherjinn nýlega í spjallþættinum Rondo á Ziggo Sport í Hollandi. „Hann kann að nota hópinn sinn, veit sínu viti tæknilega, á auðvelt með að útskýra hluti og er afslappaður og snjall.“

​Van Basten er sannfærður um að Slot sé ekki að færast of mikið í fang með því að flytja sig yfir í úrvalsdeildina. „Séu menn þess umkomnir að láta AZ og Feyenoord leika góða knattspyrnu mun það líka gerast hjá stærri félögum. Satt best að segja held ég að það verði einfaldara fyrir hann vegna þess að nú er hann með betri leikmenn sem eru fljótari að átta sig á því hvað hann vill. Á móti kemur að þessir leikmenn eru líka þrjóskari en ég held að Slot sé nógu klár til að ráða við það.“

Nánar er fjallað um hinn nýja knattspyrnustjóra Liverpool í grein eftir Arthur Renard í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert