Stefnir á að slá 41 árs gamalt met

Keely Hodgkinson
Keely Hodgkinson AFP/Jewel Samad

Breski hlauparinn Keely Hodgkinson stefnir á að slá heimsmetið í 800 metra hlaupi kvenna. 

Hin tékkneska Jarmila Kratochvilova á metið í 800 metra hlaupi kvenna frá árinu 1983 en hún kom í mark á tímanum 1:53,28.  

Hodgkinson tók gullið í 800 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í París og stefnir nú á að slá met Kratochvilova.   

„Metið hefur staðið mjög lengi. Það er mjög langt síðan einhver hefur náð tímanum einni mínútu og 53 sekúndum, svo ég myndi elska að ná því. Ég trúi því að ég geti það, sagði Hodgkinson. 

Besti tími Hodgkinson er 1:54,61 en hún afrekaði það í júlí á þessu ári í Lundúnum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert