Löglegt í N-Kóreu en ekki Íslandi

Kolbeinn Kristinsson.
Kolbeinn Kristinsson. Ljósmynd/Aðsend

Boxarinn Kolbeinn Kristinsson segir það tímaskekkju að banna atvinnuhnefaleika á Íslandi. Ísland er eitt af tveimur löndum í heiminum sem banni greinina.

Kolbeinn er eini íslenski karlmaðurinn sem starfar sem hnefaleikamaður en hann berst gegn Finnanum Mika Mielonen í Helsinki þann 3. september. Kolbeinn er í 127. sæti heimslistans í þungavigt. Kolbeinn ræddi stöðu sína innan hnefaleikaheimsins og tilveruna sem íslenskur boxari á RÚV.

Lögbannið á íþróttinni gerir það að verkum að Kolbeinn starfar í Svíþjóð og segir mikinn viðbótarkostnað, tíma og skipulag fylgja því að vinna erlendis. Lögleiðing hnefaleika á Íslandi myndi einfalda honum lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert