Fimm ára bann fyrir að falla viljandi af baki

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AFP/Delil Souleiman

Alvinio Roy, knapi frá Máritíus, hefur verið úrskurðaður í fimm ára keppnisbann fyrir að falla viljandi af hesti sínum við keppni í heimalandinu.

Yahoo greinir frá því að Roy hafi verið fremstur við keppni á Champ de Mars reiðvellinum þegar hann féll skyndilega af hesti sínum, Special Force.

Strax þótti maðkur í mysunni enda var sem Roy hafi hoppað viljandi af hestinum en ekki dottið óviljandi.

Hann reyndi að útskýra mál sitt fyrir nefnd sem tók málið fyrir en ekki var fallist á skýringar Roy um að hnakkur hans hafi færst til, hann misst fótanna í ístöðunum og dottið af þeim sökum.

Roy hyggst áfrýja úrskurðinum þar sem hann stendur frammi fyrir mögulegri lögreglurannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert