Sinner tjáir sig eftir úrskurðinn

Jannik Sinner á æfingu í New York fyrir Opna bandaríska …
Jannik Sinner á æfingu í New York fyrir Opna bandaríska meistaramótið í gær. AFP/Sarah Stier

Ítalski tennisleikarinn Jannik Sinner hefur tjáð sig um ákvörðun alþjóðlegrar siðanefndar í tennis, ITIA, að refsa honum ekki þrátt fyrir að Sinner hafi fallið tvisvar sinnum á lyfjaprófi í mars síðastliðnum.

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að sterinn clostebol hafi borist óviljandi í blóðrás Ítalans eftir meðhöndlun sjúkraþjálfara Sinners.

Ekki voru allir á eitt sáttir við niðurstöðuna og fannst sem Sinner, sem er í efsta sæti heimslistans, fengi sérmeðferð vegna þess að hann er í fremstu röð í íþróttinni.

Það er alveg ljóst að aðstæðurnar eru ekki ákjósanlegar fyrir risamót. Í mínum huga vissi ég alltaf að ég hefði ekki gert neitt rangt.

Ég hef hugsað um þetta í nokkra mánuði en alltaf minnt sjálfan mig á að ég hafi ekki haft rangt við. Ég hef alltaf hlítt reglum um lyfjanotkun og mun ávallt gera, sagði Sinner á fréttamannafundi fyrir Opna bandaríska meistaramótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert