Portúgali og Rúmeni unnu maraþonið

Úr hlaupinu í dag.
Úr hlaupinu í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

José Sousa frá Portúgal kom fyrstur í mark í karlaflokki og Anca Irina Faiciuc frá Rúmeníu fyrst í kvennaflokki í Reykjavíkurmaraþoninu í dag.

Sousa hljóp maraþonið á 2:20:33 klukkustundum og í öðru sæti varð Philemon Kemboi frá Keníu á tímanum 2:27:27.

Þriðji var Odd Arne Engesæter frá Noregi sem hljóp á 2:30:50 klukkustundum.

Sigurður Örn Ragnarsson var fremstur Íslendinga í karlaflokki er hann hafnaði í sjöunda sæti.

Munaði fjórum mínútum

Í kvennaflokki kom Faiciuc fyrst í mark á 3:06:25 klukkustundum. Freya Mary Leman frá Stóra-Bretlandi var önnur á tímanum 3:10:29.

Kerry Ann Arouca frá Bandaríkjunum hafnaði svo í þriðja sæti er hún kom í mark á 3:10:52 klukkustundum.

Verena Karlsdóttir var fremst Íslendinga í kvennaflokki en hún hljóp á 3:19:57 klukkustundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert