Sigurður leikur til úrslita á Norðurlandamótinu

Sigurður Kristjánsson.
Sigurður Kristjánsson. Ljósmynd/Rúnar

Sigurður Kristjánsson leikur þessa stundina til úrslita í Norðurlandamótinu í snóker.

Mótið fer fram í Árósum í Danmörku þetta árið en Norðurlandaþjóðirnar skiptast á að halda mótið.

Sigurður leikur gegn heimamanninum Christopher Vejlager en hægt er að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á Youtube:

Sigurður fór í gegnum riðlakeppnina með því að vinna alla leiki sína en í 16-manna úrslitum lagði hann Martin Søndergaard frá Danmörku 4:3 eftir að hafa lent 1:3 undir.

Í 8 manna úrslitum mætti hann Malthe Dahlberg frá Danmörku þar sem hann vann sannfærandi sigur 4:1.

Í undanúrslitum mætti hann þriðja Dananum, Daniel Kandi, og hafði betur 4:2.

Til mikils er að vinna en sigurverðlaun eru 1000 evrur sem jafngildir rúmlega 153.000 íslenskum krónum.

Alan Trigg, fyrrverandi atvinnumaður í snóker, ásamt Sigurði Kristjánssyni.
Alan Trigg, fyrrverandi atvinnumaður í snóker, ásamt Sigurði Kristjánssyni. Ljósmynd/Júlíus Ingason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert