Versta frammistaða ferilsins

Carlos Alcaraz tapaði óvænt fyrir Gael Monfils.
Carlos Alcaraz tapaði óvænt fyrir Gael Monfils. AFP/Matthew Stockman

Tennisstjarnan Carlos Alcaraz náði sér ekki almennilega á strik á Cincinnati-mótinu en hann féll óvænt úr leik gegn Frakkanum Gael Monfils strax í annarri umferð.

Spánverjinn Alcaraz vann fyrsta settið 6:4 en Monfils svaraði með 7:6 og 6:4 sigrum í öðru og þriðja setti.

Alcaraz, sem er þriðji á heimslistanum og sigurvegari á þremur risamótum þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs, var pirraður í leiknum og skemmdi m.a. einn spaða með því að negla honum nokkrum sinnum í jörðina.

„Þetta er versta frammistaða ferilsins. Ég er búinn að æfa mjög vel en ég náði mér bara ekki á strik,“ sagði hann við Tennis TV eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert