Allt í einu orðin einstæð tveggja barna móðir

Jeanette Ottesen var sigursæl.
Jeanette Ottesen var sigursæl. AFP/Odd Andersen

Jeanette Ottesen, ein fremsta sundkona Danmerkur frá upphafi, ræddi um einkalífið í heimildaþættinum Udstillet sem danska ríkissjónvarpið framleiddi.

Ottesen er tífaldur Evrópumeistari, sexfaldur heimsmeistari og bronsverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.

Hún giftist enska sundmanninum Marco Loughran árið 2017 en komst síðar að því að hann hafði haldið framhjá sér í ellefu ár.

„Ég hélt hann væri sálufélaginn minn. Ég vissi snemma að ég vildi stofna fjölskyldu með honum. Eftir að við eignuðumst okkar annað barn viðurkenndi hann að hann hafði haldið framhjá frá því við byrjuðum saman,“ sagði hún og hélt áfram:

„Allt í einu var ég einstæð tveggja barna móðir sem þurfti að sjá um mig alfarið sjálf. Þetta var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gengið í gengum, á því liggur enginn vafi,“ sagði Ottesen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert