Norðmaðurinn stórbætti heimsmetið

Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen eftir hlaupið.
Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen eftir hlaupið. AFP/Sergei Gapon

Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen stórbætti heimsmetið í 3.000 metra hlaupi á Demantamótinu í Slesíu í gær. 

Ingebrigtsen kom í mark á tímanum 7:17,55 mínútur og bætti 28 ára gamla metið um heilar þrjár sekúndur.

Keníamaðurinn Daniel Komen átti heimsmetið, en það var lengsta heimsmet í hlaupi karla. 

„Nú vil ég ná heimsmeti í öllum vegalengdum en það er eitt skref í einu,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert