Svíinn sló eigið heimsmet enn einu sinni

Armand Duplantis kátur eftir að hafa slegið eigið heimsmet í …
Armand Duplantis kátur eftir að hafa slegið eigið heimsmet í Chorzow í Póllandi í gær. AFP/Sergei Gapon

Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis gerði sér lítið fyrir í gær og sló eigið heimsmet í þriðja sinn á árinu og annað skiptið á nokkrum vikum þegar hann fór yfir 6,26 metra við keppni í Chorzow í Póllandi.

Aðeins eru þrjár vikur liðnar síðan Duplantis, sem á sænska móður og bandarískan föður, sló heimsmetið á Ólympíuleikunum í París. Þá fór hann yfir 6,25 metra og vann ólympíugull aðra leikana í röð.

Duplantis hafði einnig slegið eigið heimsmet í apríl á þessu ári og hefur nú alls slegið það tíu sinnum, í hvert sinn um einn sentimetra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert