Geta ekki skýlt sér á bakvið hríðarbyl í Kórnum

Leikur HK og KR í 17. umferð Bestu deildar karla …
Leikur HK og KR í 17. umferð Bestu deildar karla fór að endingu fram hinn 22. ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það varð uppi fótur og fit þegar HK og KR áttu að mætast í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu, fimmtudaginn 8. ágúst í Kórnum í Kópavogi.

Fresta þurfti leiknum vegna brotins marks í Kórnum og tókst ekki að útvega annað mark sem stæðist þær kröfur sem gerðar eru til marka í efstu deild.

KR-ingar fóru fram á að félaginu yrði dæmdur sigur í leiknum, 3:0, vegna ófullnægjandi vallaraðstæðna en upphaflega var kærunni vísað frá af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Vesturbæingar áfrýjuðu þeim úrskurði og fóru fram á að málið fengi efnislega umfjöllun.

Mikið grín var gert að KR-ingum fyrir að fara með málið alla leið, en af hverju samt? Að mínu mati átti kærugleði Vesturbæinga fullan rétt á sér.

Sagan úr Vesturbænum er sú að HK-ingar hafi vitað af því frá því í hádeginu á fimmtudeginum að markið væri brotið. Hvort það sé allt saman satt og rétt getum við látið liggja á milli hluta en félagið var ekki að undirbúa Old Boys-mót í Kórnum heldur leik í efstu deild.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert