Persónuleg vandamál þjálfarans bitnuðu á liðinu

Selma Sól Magnúsdóttir er gengin til liðs við Rosenborg á …
Selma Sól Magnúsdóttir er gengin til liðs við Rosenborg á nýjan leik. mbl.is/Hákon Pálsson

Knattspyrnukonan Selma Sól Magnúsdóttir gekk til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Rosenborg á nýjan leik á dögunum eftir hálft ár hjá Nürnberg í þýsku 1. deildinni en hún skrifaði undir 18 mánaða samning í Noregi.

Selma Sól, sem er 26 ára gömul, hélt út í atvinnumennsku árið 2022 þegar hún gekk til liðs við norska félagið frá uppeldisfélagi sínu Breiðablik. Hún lék með Rosenborg í tvö tímabil, 2022 og 2023, áður en hún gekk til liðs við Nürnberg í janúar síðastliðnum en þýska félagið féll úr efstu deild Þýskalands síðasta vor.

„Mér hefur alltaf liðið vel í Noregi og að koma aftur til Rosenborg var í raun bara aðeins eins og að koma aftur heim,“ sagði Selma Sól í samtali við Morgunblaðið.

Langt í land á mörgum sviðum

En af hverju yfirgaf Selma Sól Rosenborg til þess að byrja með?

„Það var komið upp ákveðið ósætti við gamla þjálfarann, Steinar Lein. Hann var að ganga í gegnum erfiða tíma í sínu einkalífi og tilfinningin, eftir á, var sú að hann hefði látið það bitna á leikmönnum liðsins. Þetta smitaði út frá sér og að endingu hætti hann sjálfur í janúar. Aðstoðarþjálfarinn var strax ráðinn í hans stað en þá var ég sjálf farin til Þýskalands. Stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að yfirgefa Noreg á sínum tíma var þáverandi þjálfari liðsins.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert