Ung fimleikakona lést í hræðilegu slysi

Natalie Stichová var aðeins 23 ára gömul.
Natalie Stichová var aðeins 23 ára gömul. Ljósmynd/@Natalie Stichová

Tékkneska fimleikakonan Natalie Stichová er látin, aðeins 23 ára að aldri, eftir hræðilegt slys í Þýskalandi.

Slysið átti sér stað við Neuschwanstein-kastalann fræga í Bæjaralandi. Ætlaði Stichová að taka sjálfu með kastalann í bakgrunninum þegar hún féll niður 80 metra.

Var hún í ferðalagi ásamt kærasta sínum og tveimur vinum þegar atvikið átti sér stað. Hún lifði fallið af en hlaut varanlegan heilaskaða og var sett í öndunarvél.

Að lokum tók fjölskyldan þá ákvörðun að slökkva á vélinni, til að lina þjáningar Stichová.

Hún æfði og keppti fyrir Sokol Pribram Sports-fimleikafélagið í heimalandinu og var í undirbúningi fyrir alþjóðlegt mót þegar slysið átti sér stað.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert