Leclerc sigurvegari á Ítalíu

Charles Leclerc.
Charles Leclerc. AFP/Andrej Isakovic

Charles Leclerc sem keyrir fyrir Ferrari kom fyrstur í mark í ítalska formúlu 1 kappakstrinum í dag.

 Oscar Piastri og Lando Norris komu þar á eftir en báðir keyra fyrir McLaren. Norris er aðeins 62 stigum frá Max Verstappen í keppni ökumanna en Verstappen lenti í sjötta sæti í dag.

Red Bull er á toppnum í liðakeppninni með 434 stig og McLaren er í öðru sæti með 404 stig. Ferrari er í þriðja með 370 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka