Ráðherra fylgdist með Ingeborg, Má og Thelmu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt sendinefnd Íþróttasambands fatlaðra …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt sendinefnd Íþróttasambands fatlaðra og fleirum. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, er staddur í París til þess að fylgjast með Para­lympics-leik­un­um. Mótið hófst í vikunni og taka fimm keppendur frá Íslandi þátt.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Guðmundur Ingi sá Ingeborg Eide Garðarsdóttur keppa í kúluvarpi í gær.

Í morgun fylgdist hann síðan með Má Gunnarssyni keppa í 100m baksundi og Thelmu Björgu Björnsdóttur í 100m bringusundi.

Þau komust bæði í úrslit sem fara fram síðdegis í dag og mun Guðmundur Ingi fylgjast með íslensku keppendunum.

Frábær andi í París

Á morgun mun ráðherra fylgjast með Sonju Sigurðardóttur keppa í 50m baksundi, auk þess sem hann heimsækir Ólympíuþorpið.

Í tilkynningunni segir að Guðmundur Ingi hafi einnig fylgst með keppni í blindraknattspyrnu, körfubolta, rúgbí, borðtennis, frjálsum og fleiri greinum. 

„Ég er hér með Íþróttasambandi fatlaðra og það er mikill heiður að fá að fylgjast með afreksfólkinu okkar. Hér í París er frábær andi og við getum verið afar stolt af íslensku keppendunum,“ er haft eftir Guðmundi Inga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka