Frjálsíþróttir fá eigið svæði

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ásamt Þorvaldi Örlygssyni formanni …
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ásamt Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Með ákvörðun um noktun blandaðs grass á Laugardalsvelli er þar með útilokuð keppni í greinum frjálsíþrótta. 

Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu fulltrúa ríkisins, Reykjavíkurborgar, KSÍ og FRÍ sem var undirrituð í dag. 

Því verður lagt í kapp á að reisa nýjan þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir. Hefja á þá vinnu eins fljótt og kostur er eða svo kemur fram í yfirlýsingunni. 

Horft er til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi árið 2028 og Smáþjóðaleika fáum árum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert