Rebecca Cheptegei frá Úganda sem keppti í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í París lést í Kenía morgun, fjórum dögum eftir að kærastinn hennar kveikti í henni.
Þetta var enn ein árás karla á konur í Kenía en þar hafa aðgerðasinnar varað við faraldri í þessum efnum.
„Við vorum að frétta af sorglegu fráfalli eins af íþróttamönnum okkar á Ólympíuleikunum, Rebecca Cheptegei…eftir grimmilega árás kærasta hennar,“ sagði forseti úgöndsku ólympíunefndarinnar, Donald Rukare, á X.
„Þetta heigulsverk hefur orðið til þess að við höfum misst frábæran íþróttamann. Arfleifð hennar lifir áfram.“
Cheptegei lenti í 44. sæti í maraþoninu í París í sumar.