„Ég á ekki mikið eftir“

Ronnie O'Sullivan við keppni á Meistaramótinu í Sjanghæ í júlí …
Ronnie O'Sullivan við keppni á Meistaramótinu í Sjanghæ í júlí síðastliðnum. AFP/Hector Retamal

Ronnie O’Sullivan, fremsti snókerleikari heims, hefur gefið það til kynna að ekki sé ýkja langt í að hann hætti í íþróttinni.

O’Sullivan er 48 ára gamall og hefur orðið heimsmeistari í snóker sjö sinnum. Um þessar mundir keppir hann á Meistaramótinu í Sádi-Arabíu og er kominn í átta manna úrslit.

Er O’Sullivan ræddi við fréttamenn eftir 6:5-sigur á Zhang Anda frá Kína í 16-manna úrslitum sagðist hann ekki njóta þess mikið að spila lengur.

„Ég á ekki mikið eftir. Ég verð heppinn ef ég er í topp 16 í heiminum eftir tvö eða þrjú ár ef mið er tekið af því hvernig ég er að spila.

Eins og ég er að spila núna er það ekki ánægjulegt fyrir mig. Ég vil bara spila vel í sjö til níu leiki í röð,“ sagði O’Sullivan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert