Fjórtán mörk í upphafsleiknum

Axel Orongan skoraði tvö mörk fyrir SR í gærkvöldi.
Axel Orongan skoraði tvö mörk fyrir SR í gærkvöldi. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Ríkjandi Íslandsmeistarar SR í íshokkí karla hófu titilvörnina með glæsibrag í upphafsleik úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi. SR heimsótti Fjölni í Egilshöll og vann örugglega, 9:5, í fjörugum leik.

Jafnræði var með liðunum framan af þar sem staðan var 1:1 eftir fyrstu lotu.

Fjör færðist í leikana í annarri lotu þar sem mörkunum hóf að rigna inn. SR var einu marki yfir eftir hana, 5:4.

Í þriðju og síðustu lotu sýndu Íslandsmeistararnir mátt sinn og megin og nýttu sér það að vera reglulega í yfirtölu, skoruðu fjögur mörk til viðbótar gegn einu hjá heimamönnum í Fjölni og niðurstaðan að lokum fjögurra marka sigur SR í 14 marka leik.

Axel Orongan og Styrmir Maack skoruðu tvö mörk hvor fyrir SR auk þess sem Hákon Marteinn Magnússon, Sölvi Atlason, Kári Arnarsson, Markús Ólafarson og Eduard Kascak komust allir á blað.

Haukur Karvelsson, Hilmar Sverrisson, Andri Helgason, Kristján Jóhannesson og Viggó Hlynsson skoruðu mörk Fjölnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert