Unnar vann fyrsta stigamótið í Eyjum

Unnar Bragason leikur listir sínar og Þorsteinn Hallgrímsson fylgist með.
Unnar Bragason leikur listir sínar og Þorsteinn Hallgrímsson fylgist með.

Fyrsta stigamót vetrarins í snóker fór fram í gær í Vestmannaeyjum en þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem stigamót er haldið utan höfuðborgarsvæðisins.

Unnar Bragason mætti Eyjamanninum Þorsteini Hallgrímssyni í úrslitaleik og hafði betur 2:1.

Unnar byrjaði betur í leiknum og komst yfir með stuði upp á 69 stig.  En Þorsteinn vann sig inn í úrslitaleikinn með því að vinna næsta ramma. Oddaramminn var svo æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokakúlunum.

Þess má geta að hæsta stuð mótsins átti Ásgeir Jón Guðbjartsson, 83 stig. 

Næst á dagskrá hjá Billiardssambandi Íslands er fyrsta stigamótið í pool en keppt verður í 8-ball. Mótið fer fram um næstu helgi á Billiardbarnum en mótsgjöld í fyrstu mót vetrarins eru aðeins ein króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert