Ekkjur íshokkíbræðranna báðar barnshafandi

Stuðningsmenn Calgary Flames minntust Johnnys Gaudreaus og bróður hans Matthews …
Stuðningsmenn Calgary Flames minntust Johnnys Gaudreaus og bróður hans Matthews við minningarathöfn. AFP/Leah Hennel

Bandarísku íshokkíkapparnir Johnny og Matthew Gaudreau létust í lok síðasta mánaðar eftir að ölvaður ökumaður keyrði á þá er bræðurnir voru í hjólreiðatúr í grennd við æskuheimili þeirra í New Jersey.

Nokkrum klukkustundum eftir að þeir létust áttu bræðurnir að vera svaramenn í brúðkaupi systur þeirra.

Johnny var 31 árs þegar hann lést og var í fremstu röð í íþróttinni.

Johnny lék með Calgary Flames og Columbus Blue Jackets í bandarísku NHL-deildinni. Skoraði hann 243 mörk á 11 tímabilum í deildinni.

Matthew, sem var 29 ára þegar hann lést, var sömuleiðis frambærilegur íshokkíleikmaður og lék sem atvinnumaður um fimm ára skeið í AHL- og ECHL-deildunum, deildunum fyrir neðan NHL-deildina, auk eins árs í sænsku C-deildinni með Tyringe.

Von á þriðja og fyrsta barni

Ekkjur bræðranna eru báðar barnshafandi að því er CNN greinir frá.

Meredith, ekkja Johnny, greindi frá því í líkræðu sinni við minningarathöfn bræðranna að hún væri ólétt að þriðja barni þeirra og væri komin níu vikur á leið.

Madeline er þá ólétt að fyrsta barni þeirra Matthews.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert