„Ógeðslega gaman að upplifa Sádi-Arabíu“

„Ég hef reynt að halda mér upptekni frá því leikarnir kláruðust,“ sagði kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í Dagmálum.

Erna Sóley, sem er 24 ára gömul, fór á sínu fyrstu Ólympíuleika á dögunum í París í Frakklandi en hún er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í kúluvarpi.

Markmiðið að vinna gull

Ólympíuleikarnir eru stærsti íþróttaviðburðir heims og aðeins haldnir á fjögurra ára fresti. Margir íþróttamenn lendi því í vandræðum andlega þegar leikarnir klárast.

„Raunveruleikinn er að taka við hjá mér núna og ég er að byrja skipuleggja næsta ár,“ sagði Erna Sóley.

„Stærsta markmiðið var að komast á Ólympíuleikana og núna er það búið. Þá er það bara næsta markmið og það er að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum.

Ég fór til Sádi-Arabíu strax eftir leikina og það var mjög gott. Fara í allt annað umhverfi og það var ógeðslega gaman að upplifa Sádi-Arabíu,“ sagði Erna Sóley meðal annars.

Viðtalið við Ernu Sóley í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert