„Snýst um að reyna skrapa saman einhvern pening“

„Ég hef ekki unnið fullt starf síðan ég kláraði háskólann,“ sagði kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í Dagmálum.

Erna Sóley, sem er 24 ára gömul, fór á sínu fyrstu Ólympíuleika á dögunum í París í Frakklandi en hún er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í kúluvarpi.

Markmiðið að verða best í heimi

Fjárstuðningur við íslenska afreksíþróttamenn er ekki mikill og þeir þurfa því að redda sér sjálfir oft og tíðum.

„Ég hef tekið að mér einhver hlutastörf, þegar ég þarf pening. Þetta snýst um að reyna skrapa saman einhvern pening, hér og þar, svo ég geti einbeitt mér að íþróttinn. ,“ sagði Erna Sóley.

„Ég er búin með tvær háskólagráður og ég gæti alveg verið í fullu starfi, og að safna mér pening fyrir íbúð. Markmiðið mitt er hins vegar að verða best í minni íþrótt, í heiminum,“ sagði Erna Sóley meðal annars.

Viðtalið við Ernu Sóley í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert