Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen var ósáttur við spurningar samlanda síns fyrir lokakeppni Dementamótsins í Brussel um helgina.
Ingebrigtsen gæti keppt í hálfmaraþoni í fyrsta sinn í Kaupamannahöfn á sunnudaginn kemur en hann mun hinsvegar fyrst keppa í sínum hlaupagreinum á Dementamótinu um helgina.
Ég einbeiti mér að hlaupinu á morgun. Ég veit ekki hvað ég geri eftir það,“ sagði Ingebrigtsen eftir spurningu blaðamanns frá Svíþjóð.
Samlandi hans frá Noregi spurði hann stuttu síðar sömu spurningar. Þá svaraði Ingebrigtsen einfaldlega:
„Hlustaðir þú ekki á hann? Hann spurði að því nákvæmlega sama.“