Endaði fyrsta stórmótið hágrátandi

„Það er erfitt fyrir íslenska íþróttamenn að fara á stórmót í fyrsta sinn,“ sagði kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í Dagmálum.

Erna Sóley, sem er 24 ára gömul, fór á sínu fyrstu Ólympíuleika á dögunum í París í Frakklandi en hún er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í kúluvarpi.

Fór yfir um af stressi

Erna Sóley fór á sitt fyrsta stórmót árið 2017, þá 17 ára gömul, en hún náði ekki markmiðum sínum og hafnaði í 12. sæti.

„Samkeppnin hérna heima er ekki mikil, og þú ert stundum einn að keppa á þessum mótum,“ sagði Erna Sóley.

„Það var ofboðslega erfitt þegar ég fór á mitt fyrsta stórmót, Evrópumót U20-ára á Ítalíu. Ég fór algjörlega yfir um af stressi og ég náði ekki góðum árangri.

Ég komst ekki úrslit, þó ég hefði átt að komast í úrslit, og ég endaði mótið hágrátandi,“ sagði Erna Sóley meðal annars.

Viðtalið við Ernu Sóley í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Erna Sóley Gunnarsdóttir.
Erna Sóley Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert