„Hef alltaf reynt að vera pabbi barnanna minna“

„Í mörgum tilfellum er mjög erfitt að vera börn afreksíþróttafólks eða afreksíþróttaþjálfara,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í Dagmálum.

Vésteinn, sem er 63 ára gamall, var ráðinn afreksstjóri ÍSÍ í janúar á síðasta ári eftir afar farsælan feril í íþróttum, fyrst sem kringlukastari og síðar sem afreksþjálfari.

Reynir að vera pabbi barnanna sinna

Vésteinn á þrjú börn en strákarnir hans tveir eru báðir afreksmenn í handbolta annarsvegar og fótbolta hinsvegar.

„Ég hef alltaf reynt að vera pabbi barnanna minna,“ sagði Vésteinn.

„Ég tala alltaf við börnin mín sem pabbi þeirra og ég blanda mér ekki í þeirra íþróttaiðkun. Ég hef ekki kvartað í þjálfurum þeirra heldur fylgst með þeim og reynt að vera pabbi þeirra.

Strákarnir mínir hringja mjög oft í mig, stundum mörgum sinnum á dag, og þá spyr ég alltaf hvort hann vilji tala við pabba sinn eða þjálfarann.

Það verst sem ég gæti hugsað mér ef að þau myndu finna fyrir pressu frá mér sem föður þeirra,“ sagði Vésteinn meðal annars.

Viðtalið við Véstein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert